Monday, November 8, 2010

Spennandi tímar! whoop whoop

Jææjja,

Okkur skvísunum fannst kominn tími á annað blogg. Mikið búið að vera í gangi hjá okkur undanfarna daga.
Seinasta föstudag þá kláraði Helga námskeiðið í Actilingua tungumálaskólanum. Um kvöldið ákváðum við að skella okkur á bjórkvöld sem FÍA (Félag Íslendinga í Austurríki) stóð fyrir. Þar hittum við helling af íslenskum krökkum sem hafa verið búsett hér mislengi. Við fórum svo öll saman á Karokí-Bar þar sem Helga steig á svið og rappaði lagið Empire State og Mind með Agnesi, annari Íslenskri stelpu sem við kynntumst hér. Þær voru svaka flottar! ;) 

Slógu í gegn

Á laugardeginum vöknuðum við og ákváðum að fara að skoða Schönbrunn höllina hérna í Vín. Tinna er búin að vera rosa spennt að fara að skoða hana síðan við komum út. Hallargarðurinn var rosalega stór og við eyddum mest-öllum deginum þarna. Veðrið var rosa gott og við tókum helling af myndum! Þegar við komum heim seinnipartinn elduðum við fyrstu máltíðina og vorum svo uppgefnar eftir það að við ákváðum að vera bara heima um kvöldið að horfa á mynd og hafa það kósý!

Schönbrunn höllin

Úr garðinum

Smá haustfagnaður

Við vöknuðum við sms kl rúmlega 4 um nóttina frá Sandra bróðir Helgu, litli prinsinn var fæddur og við urðum alveg óðar og gátum ekki sofnað aftur. Skelltum okkur snemma á fætur og fórum á starbucks að bíða eftir myndum af honum!

Flottir feðgar

Litli prinsinn

Á sunnudagskvöldinu skelltum við okkur á Hokkí-leikinn! Það var rosaleg stemmning þarna, og Tinna var alveg í sjokki yfir æsingnum! Við skildum eiginlega ekki neitt í reglunum en vorum samt komnar vel inn í æsinginn í lokinn. Allir áhorfendurnir urðu brjálaðir og köstuðu dóti inná ísinn og hræktu á dómarann! En við unnum og þá vorum allir voða glaðir.
Við sáum líka að við þurfum greinilega að fara að hanga meira í skautahöllinni, allir sætu strákarnir sem við erum búnar að gera dauðaleit að voru þarna í höllinni.

Með miðann á leikinn



Félagar okkar í Vienna Capitals

Í dag byrjuðum við svo í skíða-tungumála náminu. Við fengum að vera saman í þessum tímum og við urðum fyrir vægu áfalli þegar tíminn byrjaði! Þetta var einhver Advanced-cource og við skildum ekki stakt orð allan tímann! Konan bara babblaði og babblaði á þýsku og við náðum kanski 4 orðum úr allri kennslustundinni! Þetta var orðaforði sem við höfum hvorki heyrt né lært áður, um halla og gráður á skíðabrekkum og innri brúnir svigskíða, og konan var ekkert að glósa eða útskýra bara blaðraði í 3 klst stanslaust. Við vorum alveg búnar á því eftir tímann!
Gleði tíðindi dagsins voru hins vegar að við fundum SUBWAY! Svakaleg hamingja sem fylgdi því...orðnar svolítið þreyttar á Kebab og McDonalds.
Erum alveg að gefast upp á rúminu okkar. Við getum vart gengið þessa dagana, erum orðnar svo slæmar í bakinu á að sofa á þessum brakandi, ójafna bedda! Vindsængin okkar í eyjum var betri en þetta....og hún var loftlaus! Svo höfum við ekki áttað okkur á þessu með þvottahúsið sem er staðsett í næsta bæjarfélagi og við höfum engan stað til að hengja upp...þurfum að taka lest og 2 strætóa til að komast þangað með allan þvottinn, og svo blautan til baka.

En alltaf er eitthvað uppi þegar annað er niðri, segja spekingarnir! (raddirnar inní hausnum á Helgu)

Ætlum að enda þetta blogg okkar á smá Fun-Facts um Austurríki;

  • Fullorðið fólk hér ferðast um á hlaupahjólum. Við verðum alltaf jafn hissa við að sjá þetta!
  • Tískan hérna er aðeins eftirá, en konurnar hér ganga flestar um í húðlituðum sokkabuxum (okkur finnst þetta ekki henta ungum skvísum)
  • Hundar eru leyfðir allsstaðar! Hvort sem það er inná Starbucks, H&M eða í matvöruverslunum
  • Fólk fær sér göt á ótrúlegustu staði í andlitinu. Höfum meira að segja séð Guttormshring í tannholdinu á einni dömu. Þetta er eitthvað svakalegt trend hérna, því annarhver maður er með lokk. 

Bis später!!

Helga Alexía und Hafdís Tinna


3 comments:

  1. hahah alltaf er eitthvað uppi þegar annað er niðri! ég hef tilfinningu fyrir góðum dögum frammundan, spákúlan segir mikið um stráka á döfinni og þeir eru af austurísku bergi gotnir. Það mun vera vindur á morgun og skulu þið klæða ykkur vel. Drengirnir sem koma hér fram eru bæði fallegir og frekar aldraðir!

    have fun!

    ReplyDelete
  2. og spákúlan lýgur aldrei, svo mikið er víst!

    þætti svo vænt um í framtíðinni að þið slepptuð myndum einsog þessari síðustu, seriously mig verkjar núna

    ReplyDelete
  3. Okey ætla að byrja á að bjóða ykkur velkomnar í heim tungumálanámsins... maður er búinn á því eftir 3-4 tíma á dag og allt á þýsku, væri án gríns minna þreytt á því að sitja í 8 klst löngum fjármálatíma hjá Óla græna.

    Þetta með hlaupahjólin, hundana og húðlituðu sokkabuxurnar er einnig eftirtektarvert hjá nágrönnunum í næsta landi. Þetta með hlaupahjólin finnst mér samt alltaf jafn skemmtilegt, sérstaklega þegar gamla fólkið rennir sér um á einu.

    Góða skemmtun að læra um innri brúnir svigskíða, ég sé að ég má bara vera þakklát með viðtengingarhátt þátíðar og orðaforða úr umferðarslysum ;)

    p.s. hversu mikill var æsingurinn fyrst að meira segja Tinna var í sjokki !!

    ReplyDelete